Skilmálar

Verð
Öll verð birt með fyrirvara um prentvillur eða myndabrengl. Vinsamlega athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. Seljandi áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis. Öll verð í netverslun eru birt með virðisaukaskatti.

Afhending vöru
Allar pantanir eru sendar með Íslandspósti innan tveggja virkra daga frá kaupum og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu þeirra. Verslunin Kroll ber samkvæmt því ekki ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef vara er uppseld er kaupandi látinn vita og boðinn endurgreiðsla hafi greiðsla farið fram. Varan er send á uppgefinn afhendingastað kaupanda og eru kaupendur því hvattir til að hafa nöfn og heimilisföng eins ítarleg og kostur er þegar pantað er til að tryggja rétta afhendingu.

Skilafrestur
Það er 14 daga skilafrestur á vöru frá kaupum að því tilskildu að varan sé í upprunalegu ástandi, ónotuð og í upprunalegum umbúðum. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf einnig að fylgja með. Skilafrestur byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin af seljanda. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.


Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Lög og varnarþing
Þessi ákvæði og skilmálar eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna þessa skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Greiðslur
Við bjóðum upp á greiðslur með kredit- og debetkorti og fer greiðsla í gegnum greiðslugátt Valitor.